fimmtudagur, 17. janúar 2008

Hundur heimsins - Helvítis.



Hvers vegna finnst öðrum hundum sem eru á svipuðu róli og ég, fyrir utan það að ég er ekki á föstu fæði, það niðurlægjandi að leggja sig á götunni? Þá meina ég að sofa á götuni en ekki smá kúr við tærnar á eiganda sínum. Takmörkuð orka þýðir einfaldlega takmörkuð vegalengd á hverjum degi. Ég leggst bara niður til hvíldar þegar mér hentar, ekkert snobb. Sumir vorkenna mér en aðrir ekki, en ég held að það séu aðallega túristar sem setja upp vorkunar svip en gera svo ekkert í málinu.
Einn gáfaður félagi minn, sem komið hefur víða, kallaði þetta “hörmungar-túrisama”. Svaka gáfulegt en ætli að ég sé sammála honum. Kalla þetta samt frekar skítapakk.
Þegar ég lenti á götunni árið 2005, eftir að eigandi minn ákvað að systir mín væri fýsilegri kostur, helvítis tíkin, hef ég séð allar tegundir mannfólks. Allt frá vondum pöbbum, fimm ára börnum með enga siðferðiskennd(mínir verstu óvinir), dyraverði með valdafíkn, sem er jú afskaplega heimskulegt, og allt þar á milli.
Spáið aðeins í það sem er í gangi í kringum mig hérna núna.
Hér ligg ég, tíu tyggjóklessur fastar á mér. Ligg á skítugri gangstétt í steikjandi hita og engin tekur eftir mér. Ætli að einhver af þessum guðum sem flestir trúa á gætu breytt dyraverðinum sem sparkaði í mig, skítabarninu sem klíndi tyggjói á mig þegar ég hélt að ég fengi mat eða vonda pabbanum sem sló góða barnið sem ætlaði að gefa mér afganga í betra fólk?
Þarf maður kannski að vera ofsatrúaður til þess að einhver af þessum guðum hlusti á mann? Ég hef ekki hugmynd, kannski að þetta séu of harðar pælingar fyrir hund eins og mig, úthýstum vegna uppsleikjunar hæfileika systur minnar, útklíndum í tyggjói og pissar með rassinum á hverjum einasta degi með miklum erfiðleikum.

Helvítis.

Engin ummæli: